Ferill 723. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1517  —  723. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni um hótanir og ofbeldi gagnvart starfsmönnum lögreglu, ákæruvalds og dómsvalds.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart starfsmönnum lögreglunnar hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir lögregluumdæmum.
     2.      Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart starfsmönnum ákæruvaldsins hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir embættum.
     3.      Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart handhöfum dómsvaldsins og starfsmönnum dómstóla hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir dómstólum.


    Við vinnslu svarsins óskaði dómsmálaráðuneytið eftir upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Svarið byggist á þeim upplýsingum.
    Hótanir og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum kunna að varða við 106. gr. hegningarlaga, nr. 19/1940. Í lögreglukerfinu (LÖKE) er við skráningu um ætluð brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga gerður greinarmunur á því hvort ofbeldið beinist gegn lögreglumönnum eða öðrum opinberum starfsmönnum. Einnig er í lögreglukerfinu gerður greinarmunur á því hvort um er að ræða hótun um ofbeldi eða ofbeldi og að lokum hjá hvaða lögregluembætti málið er skráð, sbr. 6. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996.
    Upplýsingarnar hér á eftir ná yfir tímabilið 2013–2023 og miðað er við skráningartíma brots. Um er að ræða öll brot sem tilkynnt voru lögreglu, óháð því hvort gefin var út ákæra eða ekki. Gögnin voru tekin úr lögreglukerfinu 6. mars 2024. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er ekki unnt að taka upplýsingarnar úr kerfinu með einföldum hætti eftir einstökum starfsheitum opinberra starfsmanna. Slíka skráningu þyrfti að handvinna með því að skoða hvert einstakt mál í lögreglukerfinu til þess að finna nánari upplýsingar um starfsheiti brotaþola, ef um er að ræða aðra en lögreglumenn. Af þeim sökum er ekki unnt að svara fyrirspurninni með þeirri sundurgreiningu sem óskað er eftir en þó unnt að aðgreina upplýsingar eftir því hvort um er að ræða brot gegn lögreglumanni eða öðrum opinberum starfsmanni, þar sem það er aðgreint sérstaklega í LÖKE. Eftirfarandi töflur eru því framsettar með þeim hætti að einungis er aðgreint eftir því hvort um er að ræða lögreglumenn eða aðra opinbera starfsmenn.


Tafla 1: Brot gegn öllum opinberum starfsmönnum. Brot sem varðar við 106. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, eftir því hvort um er að ræða hótun um ofbeldi eða ofbeldi:

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni 57 50 48 38 48 62 60 54 59 74 57
Hótun um ofbeldi gagnvart öðrum opinberum starfsmönnum 15 10 11 13 16 14 28 22 33 12 28
Ofbeldi gagnvart lögreglumanni 68 85 86 67 87 105 97 87 93 101 121
Ofbeldi gagnvart öðrum opinberum starfsmönnum 6 11 10 6 13 15 23 12 25 24 50
Samtals 146 156 155 124 164 196 208 175 210 211 256

Tafla 2: Brot gegn öllum opinberum starfsmönnum, þ.m.t. lögreglumönnum. Brot sem varða við 106. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, greint eftir lögregluembættum:

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Austurland 10 4 2 0 4 2 4 7 2 2 4
Héraðssaksóknari 0 0 0 3 4 4 7 7 9 13 32
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 99 104 106 81 112 148 148 111 140 124 120
Norðurland eystra 8 12 11 12 17 12 11 18 20 28 50
Norðurland vestra 0 1 0 1 0 4 2 2 0 4 2
Ríkislögreglustjóri 0 0 0 1 0 0 0 0 3 1 0
Suðurland 10 13 17 6 4 8 14 10 16 14 21
Suðurnes 4 12 10 14 13 7 12 10 9 12 15
Vestfirðir 6 5 1 3 5 1 4 3 5 3 4
Vestmannaeyjar 2 2 3 1 1 6 3 1 1 2 1
Vesturland 7 3 5 2 4 4 3 6 5 8 7
Samtals 146 156 155 124 164 196 208 175 210 211 256

Tafla 3: Brot gegn lögreglumönnum. Brot sem varða við 106. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, greint eftir lögregluembættum:

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Austurland 10 4 1 0 4 1 2 6 2 2 3
Héraðssaksóknari 0 0 0 3 3 3 5 4 1 2 0
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 93 93 92 68 90 129 120 93 117 108 101
Norðurland eystra 6 9 9 8 14 9 7 12 13 26 39
Norðurland vestra 0 1 0 1 0 4 2 2 0 4 2
Ríkislögreglustjóri 0 0 0 1 0 0 0 0 1 0 0
Suðurland 1 6 15 5 3 7 5 7 4 11 10
Suðurnes 2 12 8 14 12 5 10 8 7 11 14
Vestfirðir 5 5 1 3 5 1 1 3 3 3 4
Vestmannaeyjar 2 2 3 1 1 6 3 1 1 2 0
Vesturland 6 3 5 1 3 2 2 5 3 6 5
Samtals 125 135 134 105 135 167 157 141 152 175 178

Tafla 4: Brot gegn öðrum opinberum starfsmönnum en lögreglumönnum. Brot sem varða við 106. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, greint eftir lögregluembættum:

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Austurland 0 0 1 0 0 1 2 1 0 0 1
Héraðssaksóknari 0 0 0 0 1 1 2 3 8 11 32
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 6 11 14 13 22 19 28 18 23 16 19
Norðurland eystra 2 3 2 4 3 3 4 6 7 2 11
Norðurland vestra 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Ríkislögreglustjóri 0 0 0 0 0 0 0 0 2 1 0
Suðurland 9 7 2 1 1 1 9 3 12 3 11
Suðurnes 2 0 2 0 1 2 2 2 2 1 1
Vestfirðir 1 0 0 0 0 0 3 0 2 0 0
Vestmannaeyjar 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1
Vesturland 1 0 0 1 1 2 1 1 2 2 2
Samtals 21 21 21 19 29 29 51 34 58 36 78